ATH. Lokað hjá INNNES 1. maí.

Vöru bætt við körfu

Domaine Bousquet

Domaine Bousquet

Bousquet fjölskyldan á ættir sínar að rekja til Carcassonne í suður Frakklandi og fjórar kynslóðir hafa helgað sig vínrækt. Ástríða fyrir vínrækt og víngerð í hæsta gæðaflokki hvatti Bousquet fjölskylduna til að flytja til Argentínu og hefja þar nýjan kafla í sögu ættarinnar.

Þetta byrjaði allt með sumarfríi í Argentínu árið 1990 þegar a Jean Bousquet sem var þriðji ættliður í vínrækt fell fyrir landinu. Í 1600 metra hæð yfir sjávarmáli í Gualtallary í Menoza sem er eitt hæsta vínræktunarsvæði í Mendoza og þar var ekkert ræktað áður og ekkert rennandi vatn, ekkert rafmagn og bara hálfgerðir slóðar í stað vega.

Heimamenn vildu meina að þetta væri vonlaust svæði til vínræktunar þar sem að það væri of kalt. Bousquet var á öðru máli og vildi meina að hann væri búinn að finna hina fullkomnu blöndu á milli Frakklands og hins nýja heims sem býður uppá sól, náttúrulega sýru og mikinn ávöxt í vínin.

Dóttir Bousquets hún Anne Bousquet er hagfræðingur og maður hennar kaupmaðurinn Labid Al Ameri, fanst þau vera knúin til að leggja sína þekkingu á vogarskálarnar og eftir ferðalag til Argentínu 2002 byrjuðu þau hjónin að fjárfesta í Domaine Bousquet. Það var svo árið 2005 að Al Ameri hætti kaupmennsku og snéri sér alfarið að uppbyggingu á Domain Bousquett ásamt tengdaföður sínum. Árið 2009 fluttu hjónin til Tupungato og það var svo 2011 sem að þau eignuðiust Domain Bousquet að fullu.

Nú framleiðir Domain Bousquet meira en 4 milljónir lítra á ári og flytja þau út til meira en 50 landa, 95% af sinni framleiðslu.

Með sín eigin innflutningsfyrirtæki í USA, Evrópu og Brasilíu var Domaine Bousquet nýlega skipað eitt af topp 20 víngerðum í Argentínu ef miðað er við útflutnig og leiðir hópinn í lífræntræktuðum vínum.

Leitarniðurstöður

Vöru bætt við körfu

Ekki næg lagerstaða til fyrir þessa vöru

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er