Vöru bætt við körfu

Glen Carlou

Glen Carlou

Vínræktun og framleiðsla í Suður-Afríku hefur sótt í sig veðrið með afgerandi hætti á síðustu áratugum og nú er svo komið að þaðan koma mörg afbragðsvín. Helstu víngerðarsvæðin eru staðsett í námunda við Höfðaborg og nefnast þau  Paarl, Worcester og Stellenbosch. Glen Carlou er einmitt staðsett í því fyrstnefnda, nánar tiltekið á besta stað við rætur Simonsberg-fjalls. Í Paarl-dalnum eru sannkallaður kjöraðstæður til víngerðar, enda má lýsa veðurfarinu sem Miðjarðarhafsloftslagi, hlýtt og milt, þar sem sumrin eru heit og þurr, veturnir kaldir og votviðrasamir. Í ofanálag nýtur dalurinn skjóls frá fjöllunum í kring ásamt því að jarðvegurinn er ríkur af næringarefnum. Úr verða fádæma góðar aðstæður til víngerðar þar sem afraksturinn er bragðmikið vín sem endurspegla sterk sérkenni héraðsins.

Vínekrur Glen Carlou gefa af sér bæði rauðvín og hvítvín, auk rósavíns og sætvíns, og meðal þrúgna sem þar er að finna eru hinar hvítu Sauvignon Blanc, Chardonnay, Chenin Blanc og Viognier, og svo hinar rauðu Shiraz, Mourvèdre, Cabernet Sauvignon, Pinot Noir og Merlot.

Framleiðendur Glen Carlou skipta vínum sínum í fjóra mismunandi flokka: Classic Collection er stærsti flokkurinn og inniheldur margs konar vín sem seld eru víða um heim; The Curator’s Collection er sérflokkur vína sem aðeins eru fáanleg til kaups á vínekrunni sjálfri, á veitingastaðnum sem þar er rekinn og í gegnum vínklúbb Glen Carlou; Haven er svo sérflokkur vína sem aðeins eru fáanleg í Evrópu og loks er Prestige Collection úrvalsflokkur allra bestu vínanna sem aðeins eru búin til handtíndum þrúgum þau árin þegar aðstæður eru algerlega framúrskarandi.

Yfirmenn og eigendur Glen Carlou hafa um langt árabil lagt áherslu á það að leyfa starfsfólki sínu og nærumhverfi að njóta velgengni fyrirtækisins. Þannig styrkir fyrirtækið starfsfólk til að eignast sitt eigið húsnæði í bænum Klapmuts, sem er í nágrenni við Paarl-dalinn. Þar starfrækir Glen Carlou einnig sérstakan styrktarsjóð sem sér til þess að öll skólabörn bæjarins fái eina staðgóða máltíð í skólanum dag hvern. Þá styður fyrirtækið myndarlega við barnaverndarverkefnið Streetsmart sem styður við börn sem eiga ekki í örugg hús að venda. Glen Carlou leggur ríka áherslu á góðar móttökur fyrir áhugasama gesti, og býður bæði upp á skoðunarferðir, vínsmökkun og svo heimsóknir á veitingastaðinn sem rekinn er í móttökuhúsi aðalstöðvanna, en veitingastaðurinn er opinn sjö daga vikunnar.

Leitarniðurstöður

Vöru bætt við körfu

Ekki næg lagerstaða til fyrir þessa vöru

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er