Vöru bætt við körfu

Maker's Mark

Maker's Mark

Maker’s Mark var stofnað í núverandi mynd árið 1954 af Bill Samuels, en Samuels-fjölskyldan hafði þá gegnum nokkrar kynslóðir búið til viskí í Kentucky. Fyrsta viskíið kom svo á markað árið 1958 og vakti þegar í stað athygli og ánægju bourbon-unnenda.

Maker’s Mark hefur skapað sér nokkra sérstöðu á markaði að því leytinu til að á meðan bourbon inniheldur yfirleitt blöndu af korni, byggi, rúg og hveiti, þá sleppir Maker’s Mark rúg alfarið og býr til viskí úr korni (70%), hveiti (16%) og byggi (14%). Með því vill framleiðandinn meina að létta og mildara bragð náist fram enda gefur rúgurinn kryddaðan og kraftmikinn keim. Auk þess veðrar fyrirtækið hvern einasta tunnustaf sem fer í viskíámurnar utandyra í eitt ár til að ná burt tanníninu úr eikinni, allt fyrir mildara og mýkra bragð. Loks má nefna að Maker’s Mark kallar sitt viskí „whisky“ sem er skoski rithátturinn, en ekki „whiskey“ eins og nærfellt allir aðrir amerískir framleiðendur og vill fyrirtækið þannig vísa í skoskan uppruna Samuels-fjölskyldunnar.

Frá því í upphafi hefur hverri flösku af Maker’s Mark verið handdýft í bráðið rautt vax til að innsigla viskíið og svo er enn í dag; rauða vaxið er ennfremur skrásett vörumerki. Margir hafa brotið heilann gegnum tíðina hvað bókstafirnir SIV á flöskumiðanum tákna. Í raun er þetta S og rómverska talan 4. Merkingin er því upphafsstafur Samuels-fjölskyldunnar og vísar ennfremur til þess að það var 4. kynslóð hennar sem setti núverandi fyrirtæki á stofn.

Leitarniðurstöður

Vöru bætt við körfu

Ekki næg lagerstaða til fyrir þessa vöru

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er

Ekki næg lagerstaða fyrir vöru:

Staða á lager er